Stórviðburður í Hofi
Eftir að Akureyringurinn og kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson sagði skilið við hljómsveitarlífið á Íslandi fór hann erlendis og stundaði nám í hinum virta Berklee háskóla með höfuðáherslu á kvikmyndatónlist. Í beinu framhaldi kláraði hann mastersnám í North Carolina School of Arts. Síðan þá hefur hann samið og útsett tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti við mjög góðan orðstír og er hann í dag eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld í heimi.
Hann hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og í lok apríl 2024 fékk hann BAFTA verðlaunin fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Silo sem sýndir eru á sjónvarpsveitu Apple, Apple TV+.
Hér lýsir Atli sjálfur hvernig hljóðheimur Silo varð til
Atli stýrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í flutningi á eigin verkum
Silo - tónlistin úr sjónvarpsþáttunum
Ljós í myrkri - frumflutningur
Hljómsveitarstjóri: Atli Örvarsson
Kór: Kór Akureyrarkirkju
Einsöngur: Þórhildur Örvarsdóttir.