Fara í efni
Dags Tími
23 .sep '22 20:00
Verð: 4.900 kr.

eftir Margréti Sverrisdóttur
Leikstjóri: Jenný Lára Arnórsdóttir


Einleikurinn Líf fjallar um Sissu Líf, sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum, þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loksins, einn góðan veðurdag, springur allt út.

 

Umsagnir gesta:

„Get svo sannarlega mælt með þessari frábæru sýningu“
-Hilda Jana

„Margrét Sverrisdóttir gerir þetta fjarskalega vel og halda áhorfendum í greip sinni allan tímann.“
-Þórgnýr Dýrfjörð

„Margrét Sverrisdóttir fór á kostum í einleik sínum og ég mæli með að þið látið þessa sýningu ekki fara fram hjá ykkur.“
-Fanney Valsdóttir

„Mæli hjartanlega með þessari sýningu, skemmtileg, áhugaverð og hér gefst tækifæri til að sjá fagmannlegan einleik á skemmtilegu sviði í tryggri leikstjórn Jennýjar Láru.“
-Elsa María Guðmundsdóttir
(Úr gagnrýni á kaffid.ishttps://www.kaffid.is/i-myrkri-eru-allir-kettir-grair/ )