Fara í efni
Listasumar
Dags
18 .jún '24
19 .jún '24
20 .jún '24
21 .jún '24

Listasumar og Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar standa saman að skemmtilegri leiklistarsmiðju þar sem nemendur fá að kynnast grunnatriðum í leiklist, öðlast sjálfstraust og þor auk þess sem leikgleðin verður í fyrirrúmi.

Farið verður í æfingar og leiki sem hjálpa til við að auka samvinnu, leikgleði, sköpunargleði og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Þá verður farið í æfingar sem eru grunnur að spuna og nemendum gefnar nokkrar spunasenur til að spreyta sig á.

Leiklistarsmiðjan er í boði Listasumars en skráning er nauðsynleg og fer fram á Abler.

Fyrir börn fædd 2013-2017.

18.-21. júní 2024

Kennt á milli kl. 9-12 (muna að koma með smá nesti fyrir morgunhressingu).

Kennsla fer fram í Hofi

Kennari er Margrét Sverrisdóttir

Fyrirspurnir má endilega senda á lla@mak.is