Fara í efni
Listasumar
Dags Tími
16 .júl '20 20:00

Tríóið Helga Kvam, Pálmi Óskarsson og Þórhildur Örvarsdóttir hefur sett saman tónleikadagskrá með þekktustu lögum Sigfúsar Halldórssonar.

 

Sigfús Halldórsson (1920-1996) var myndlistarmaður að mennt en ávann sér hylli þjóðarinnar um miðja síðustu öld með sönglögum sínum, sem í flutningi hans og annarra hafa orðið órjúfanlegur hluti af menningararfinum. Lög eins og Dagný, Litla flugan og Tondeleyo hafa ómað á öldum ljósvakans um áraraðir.

 

Á tónleikunum verður fjallað stuttlega um ævi og störf Sigfúsar Halldórssonar og allar hans helstu perlur fluttar.

 

Tónleikarnir eru hluti af Listasumri.