Fara í efni
Dags Tími
16 .mar '24 14:00

Jonni í Hamborg 100 ára  - Masterclass, afmælistónleikar og djammsessjón.
Afmælisdagskrá í tilefni 100 ára afmælis Jonna í Hamborg.

Dagskráin hefst kl. 14 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.

Öll velkomin, sérstaklega djassunnendur, meðan húsrúm leyfir.

Masterclass kl. 14-16 um tónheim Jonna í Hamborg. Tilvalið tækifæri fyrir tónlistarfólk og sérstaklega djassunnendur.

Leiðbeinendur: Agnar Már Magnússon og Emil Logi Heimisson ásamt djasshljómsveit hússins.

100 ára afmælistónleikar Kl. 16-18. Tónleikar og djammsession tileinkuð Jonna í Hamborg þar sem lögð verður áhersla á lög frá blómaskeiði Jonna, m.a. Fats Waller.

Flytjendur: Agnar Már Magnússon og Emil Logi Heimisson ásamt djasshljómsveit hússins.

Öll velkomin og enginn aðgangseyrir.

Jóhannes V. G. Þorsteinsson, betur þekktur sem Jonni í Hamborg, fæddist 13. mars 1924 en deyr aðeins 22 ára þann 3. júlí 1946. Hann er mörgum gleymdur en á þó stóran sess í íslenskri djasssögu.