Improv-námskeið fyrir alla.
Í kjölfarið á geysivinsælu örnámskeiði í Improv sem haldið var síðasta vetur mætir Ólafur Ásgeirsson aftur og verður með lengra námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér þetta skemmtilega spunarform og öðlast þjálfun í að nýta það.
Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt, karaktersköpun og uppbyggingu senu. Kynnt er hugmyndafræðin um „Já og“ en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu.
Spuninn ögrar okkur og kennir okkur að vera í núinu.
Engar hæfnikröfur.
Frá 21. ágúst-25. september.
Alla fimmtudaga kl. 19:30-22:30
40.000 kr.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda,
Kennt í Undirheimum í Hofi
Endilega hafið samband á lla@mak.isfyrir frekari upplýsingar og/eða aðstoð.