Fara í efni
Dags Tími
10 .des '20 20:00

HORFA Á STREYMIÐ

Menningarhúsið Hof býður menningarþyrstum íbúum landsins upp á tónleikaröðina Í HOFI & Heim í desember og janúar.

Tónleikarnir fara fram á sviði Hamraborgar fyrir framan gesti í sal, fjöldinn takmarkast við gildandi sóttvarnarreglur hverju sinni, en þeim verður einnig streymt á mak.is svo áhorfendur geta haft það huggulegt og notið tónleikanna líka í sófanum heima. Tónleikarnir hefjast kl. 20.

Á þessum streymistónleikum leiða saman hesta sína söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir og Alexander Edelstein píanóleikari. Þórhildur hefur starfað sem söngkona bæði hér heima og erlendis og fengist við verk úr úr ýmsum geirum tónlistar en Alexander hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka hæfileika og framúrskarandi píanóleik þrátt fyrir ungan aldur. Þau munu færa okkur hugljúfa vetrarstemmingu með tónlist úr ýmsum áttum.

Tónleikaröðin Í HOFI & Heim er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.