Fara í efni
Dags Tími
14 .jún '21 20:00

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari, leikur allar sex einleikssvítur Johanns Sebastians Bach í tónleikaferðalagi um landið sumarið 2021. Á tónleikum í Hömrum í Hofi hljóma hin innhverfa 2. svíta í d-moll, hin galvaska 3. svíta í C-dúr og hin hetjulega 6. svíta í D-dúr. Sellósvítur Johanns Sebastians Bach eru perlur sellóbókmenntanna og meðal dásamlegustu verka klassískra tónbókmennta. Pablo Casals lýsti þeim sem glitrandi ljóðum í hljómænu formi. Í þessum sex verkum, sem hvert ber sinn eigin brag, tóntegund, og sérstæðu, tekur Bach flytjanda sem og hlustendur í ótrúlegt ferðalag. Þetta ferðalag hefst frá fyrsta einfalda þríhljóminum sem skapar hljóðheim fyrstu svítunnar og leiðir okkur svo í gegnum innhverfu aðra svítuna, opinskáu þriðju svítuna, spámannslegu fjórðu svítuna, tregafullu og dramatísku fimmtu svítuna, og loks, hetjulegu og sigurglöðu sjöttu svítuna. Þessir tónleikar eru styrktir af Tónlistarsjóði.