Fara í efni
Barnabókahátíð
Dags Tími
18 .maí '22 18:00

Gunnar Helgason fer yfir AÐAL atriðin í því hvernig á að skrifa GEGGJAÐAR sögur.

Hann segir frá ÖLLUM leyndarmálunum sínum og hjálpar krökkunum að búa til sín eigin meistaraverk.

  1. Gunni segir frá því hvernig hann byggir sínar sögur upp með hjálp frá Aristótelesi, Disney og Pixar.
  2. Krakkarnir skrifa sína eigin söguþræði með hjálp frá Gunna.
  3. Gunni fer yfir söguþræðina og gefur krökkunum punkta um hvað má betur fara.
  4. Allir eru orðnir SNILLINGAR!!!

Áherslan er á Mömmu klikk! Draumaþjófinn og nokkrar Pixar- og Disneymyndir.

Aldur 10-16 ára.

Gunnar Helgason er leikari, leikstjóri og barnabókahöfundur. Hans fyrsta bók kom út árið 1992 og heitir Goggi og Grjóni. Frá Árinu 2010 hefur hann gefið út að minnsta kosti eina bók á ári og er meðal allra vinsælustu barnabókahöfundum landsins. Fótboltabækur hans og Stellubækurnar hafa sömuleiðis aflað honum fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hann er næstum alltaf hress og sérstaklega þegar hann hittir krakka til að lesa fyrir þau eða ræða bókmenntir.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skráning fer fram á hér!

Lengd smiðju: 1 klst. 

Viðburðurinn er á vegum Menningarhússins Hofs og er styrktur af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.