Fara í efni
Dags Tími
03 .apr '21 21:00

Tónleikarnir hafa verið færðir vegna hertra samkomutakmarkana.

Þann 3. apríl mun hljómsveitin Hvanndalsbræður fagna útgáfu áttundu breiðskífu sinnar sem ber heitið "Hraundrangi" Plötunni hefur verið afar vel tekið af gagnrýnendum og nú á að fagna með því að spila plötuna í heild sinni í fyrsta sinn á sviði, segja frá lögunum, ásamt því að spila nokkur af vinsælli lögum sveitarinnar í bland.

Tónleikarnir verða haldnir í Black Box-inu í menningarhúsinu Hofi sem er í raun sviðið í stóra salnum Hamraborg. Þar verður útbúin glæsilegur tónleikasalur. Sóttvarnir og fjarlægðartakmörk verða í hávegum höfð og því afar takmarkað magn miða á þessa tónleika. Gestum tónleikana gefst kostur á að kaupa glæsilega vinyl útgáfu af plötunni sem kemur út í takmörkuðu upplagi. Platan Hraundrangi er nú þegar komin út á Spotify og mælum við með að fólk hlusti vel áður en komið er á tónleikana.

Hvanndalsbræður lofa góðri skemmtun!