Fara í efni
Dags Tími
30 .sep '23 20:00

Hljómsveitin Hvanndalsbræður er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í tónleikahaldi með sambland af ýmiskonar uppákomum, tónlist og sprelli. Hér verður engin undantekning á því gerð og tæknibúnaður Hofs verður reyndur til hins ýtrasta.

Með hljómsveitinni verða góðir gestir en það eru þeir Gísli Einarsson og Kristján Ingimarsson.

Gísli er löngu orðinn heimsfrægur sjónvarpsmaður, uppistandari og fjöllistamaður og Kristján er þekktur fyrir leiksýningar sem koma sífellt á óvart með blöndu af loftfimleikum, trúðaleik, dansi og almennu leikhúsi.

Það er því ekki ólíklegt að þessi skemmtun verði einhverskonar blanda af tónlist, uppistandi og áhættuatriðum. En það veit í raun engin.