Fara í efni
Dags Tími
20 .apr '24 09:45

Huldustígur ehf. stendur fyrir ráðstefnu um mikilvægan þjóðar- og menningararf okkar Íslendinga : álfa og huldufólk.

Erindin eru flutt frá ólíkum sjónarhornum sjáenda, fræðafólks, listafólks og almennings. Markmið ráðstefnunnar er að heiðra þennan óáþreifanlega menningararf, halda umræðunni á lofti, vekja okkur til vitundar um tengsl þessa menningararfs við náttúruvernd fyrir komandi kynslóðir.

Flutt verða fjölbreytt erindi og dagskráin brotin upp með þjóðlegum tónlistar- og dans atriðum. Eyjafjörðurinn, sem og landið allt, er mjög ríkur af rituðum heimildum um huldu- og álfabyggðir, samskipti og sambýli okkar við þessa huldu heima. Huldustígur leggur áherslu á að viðhalda þessum mikilvæga menningararfi með því að standa fyrir fræðslu og umræðu um huldufólk, álfa og aðra náttúruvættir okkar lands og annarra.

Ráðstefnan er einnig mikilvægt framlag í umhverfi skapandi greina á Norðurlandi, en skapandi greinar eru mikilvægar samfélaginu m.a. með því að hvetja til nýsköpunnar, auk þess að efla sköpunargleði sem sýnt hefur verið fram á að geri samfélög bæði samheldnari og sterkari.

Fyrirtæki og stofnanir á Akureyri sem starfa í skapandi greinum m.a Minjasafnið á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri og Listasafnið á Akureyri styðja við ráðstefnuna með framlagi sínu til heimildasöfnunar, með þemadögum um álfa og huldufólk ásamt listasmiðju fyrir börn.

Húsið opnar kl 09:30 , ráðstefnan hefst kl 09:45 og henni lýkur eigi síðar en kl. 16:00 Flutningur hvers erindis tekur um 15 - 20 mínútur. Góður tími mun gefast til frjálsrar umræðu yfir hádegis- og kaffiveitingum í Hamragili.

Fyrirlesarar :
Bryndís Fjóla Pétursdóttir, Huldustígur : Hugvekja frá huldufólki og álfum
Katrín Jónsdóttir vinkona Erlu Stefánsdóttur : Lífssýn og hulduheima kort Erlu Stefánsdóttur sjáanda.
Hrund Hlöðversdóttir, rithöfundur og skólastjórnandi : Eru álfheimar við hliðina á þér? Hvernig komum við íslenska þjóðsagna arfinum áfram til komandi kynslóða?
Hörður Geirsson ljósmyndari - Minjasafnið : Af huldufólki og álfum í Eyjafirði, erindi um heimildasöfnun Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings.
Sólveig Bennýjar- og Haraldsdóttir leiðsögumaður : Hvernig nýtum við sögur og sagnir af huldufólki og álfum við kynningu á landi og þjóð.
Aðalfyrirlesari:
Inga Lísa Middleton, myndlista - og kvikmyndagerðarkona : Huldufólk og álfar, áhrif þeirra á listsköpun í landinu og mikilvægi þess að halda sögu þeirra lifandi í gegnum listir.
Eygló Jóhannesdóttir, myndlistarkona og sjáandi : Álfar eru til í ýmsum stærðum og litum
Gréta Berg Bergsveinsdóttir myndlistarkona : Móðir mín, skyggna konan; Margrét frá Öxnafelli.
Ingunn Sigmarsdóttir þjóðfræðingur og grunnskólakennari : Huldufólksbyggðir og álagablettir með hliðsjón af þjóðsögum, þjóðfræði og vitnisburði sjáenda.

Fundarstjóri:
Huld Hafliðadóttir, stofnandi Spirit North og STEM Húsavík.

Skemmtiatriði :
Kvæðamannafélagið Gefjun “uppistand”
Dansfélagið Vefarinn með dansatriði.

Allir velkomnir

Innifalið í ráðstefnugjaldi er:
Morgunkaffi
Hádegismatur : vegan súpa og brauð
Síðdegiskaffi

Ráðstefnan er öllum opin og verður einstakur vettvangur , sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem erindin verða öll á íslensku og tileinkuð menningararfinum okkar sem snýr að huldufólki og álfum og heimildum þar að lútandi.

Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarbæ, AkureyrarAkademíunni, Fjord, Sóknaráætlun Norðurlands eystra og Vegagerðinni.

 

Miðaverð
Fullorðnir 4.600kr. frá 9.feb. til 2.apríl
Frá 2.apríl til 20.apríl 5.600 kr.

Sérstakt miðaverð fyrir 16 ára og yngri, 2.200 kr. frá 9.feb. til 2.apríl
Frá 2.apríl til 20.apríl 2.700 kr.