Fara í efni
RIGG viðburðir
Dags Tími
11 .des '22 17:00
Verð frá 7.999 kr.

Árlegir jólatónleikar Rigg viðburða í Menningarhúsinu Hofi verða haldnir 9. og 10. desember. Friðrik Ómar tekur á móti einstökum jólastjörnum sem syngja jólin inn ásamt hljómsveit Rigg viðburða, strengjum og raddsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.

Tónleikarnir sem haldnir hafa verið frá árinu 2015 hafa vaxið og dafnað og orðið ómissandi hluti af aðventunni hjá mörgum. Miðað við þann hóp söngvara sem stígur á stokk má búast við stórkostlegri skemmtun í tali og tónum fyrir alla fjölskylduna, vinahópinn og eða fyrirtækið.

Miðasala hefst 6. október kl. 13:00 á mak.is og í síma 450-1000.
Verðsvæði A: 11990 (gólf og 1.-2. bekkur á svölum)
Verðsvæði B: 9990 (bekkur 3-6 á svölum)
Verðsvæði C: 7990 (bekkur 7-10 á svölum)

 Kæru gestir!
„Ég hlakka óskaplega mikið til að sjá ykkur á aðventunni. Meira en nokkru sinni. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að færa ykkur þennan frábæra hóp listamanna á sviðið í Hofi. Ég lofa ykkur góðri skemmtun og flutning sem færir ykkur jólaandann beint í hjartað.” Kveðja, Friðrik Ómar.

Sérstök forsala verður í gegnum Instagram reikning Friðriks Ómars (fromarinn) 5. október kl. 13:00-20:00. Áhugasamir geta einnig fylgst með undirbúning tónleikanna þar.


Heima um jólin 2022 - Þátttakendur

Gestgjafi
Friðrik Ómar Hjörleifsson

Gestasöngvarar
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Hera Björk Þórhallsdóttir
Jógvan Hansen
Kristján Jóhannsson
Margrét Eir Hönnudóttir
Sigríður Beinteinsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)

Hljómsveit Rigg viðburða
Píanó: Ingvar Alfreðsson
Bassi: Jóhann Ásmundsson
Gítar: Kristján Grétarsson
Trommur: Jóhann Hjörleifsson
Slagverk: Diddi Guðnason
Blástur: Sigurður Flosason

Strengir
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir
Herdís Anna Jónsdóttir
Ásdís Arnardóttir
Marcin Lazarz

Raddsveit Rigg viðburða
Anna Skagfjörð
Bjarkey Sigurðardóttir
Harpa Björk Birgisdóttir
Helga Hrönn Óladóttir
Linda Björk Óladóttir
Sigurður Ingimarsson

Hljóðmeistari í sal
Sigurvald Ívar Helgason

Hljóðmeistari á sviði
Björgvin Sigvaldason

Ljósameistari
Helgi Steinar

Viðburðarstjóri
Haukur Henriksen

Samsetning og stjórnandi
Friðrik Ómar

Framleiðandi
Rigg viðburðir 2022