Fara í efni
Gospelraddir Akureyrar er sönghópur sem er stofnaður árið 2017 fyrir jólatónleika Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, en hann hefur ferðast um landið um jólin og haldið hátíðartónleika ásamt gestakór í heimabyggð og hefur sönghópurinn verið honum til halds og trausts á Akureyri og á Dalvík.
Dags
01 .sep '19
Verð: 3500

Gospelraddir Akureyrar er sönghópur sem er stofnaður árið 2017 fyrir jólatónleika Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, en hann hefur ferðast um landið um jólin og haldið hátíðartónleika ásamt gestakór í heimabyggð og hefur sönghópurinn verið honum til halds og trausts á Akureyri og á Dalvík.

Sönghópnum er stýrt af Helgu Hrönn Óladóttur og Heimi Bjarna Ingimarssyni. Þau eru stofnendur sönghópsins og skipuðu úrvalsfólk með sér og hefur það svo sannarlega staðist allar væntingar.

 

Á efnisskránni eru perlur gospelsins ásamt vinsælum ballöðum. Andrea Gylfa og Gógó eru heiðursgestir tónleikanna. Meðleikari á píanó er Risto Laur og á selló Rún Árnadóttir.

 

Viðburðurinn er styrktur af listsjóðnum VERÐANDI.