Fara í efni
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Dags Tími
14 .apr '22 16:00

Hér er efnisskrá tónleikanna. 

 

Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands 14. apríl í Hofi

Gloria eftir Vivaldi

Fjölbreytt dagskrá hátíðlegra barokkverka eftir Antoni Lotti, Antonio Vivaldi og Guiseppe Torelli

Credo í F - Lotti

Trompetkonsert í D dúr - Torelli

Hlé

Gloria RV 589 - Vivaldi

Hljómsveitarstjóri: Eyþór Ingi Jónsson

Einsöngvarar: Hildigunnur Einarsdóttir og Helena Guðlaug Bjarnadóttir

Einleikari á trompet: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson

Kammerkórinn Hymnodia

 

Tónskáldið Michael Jón Clarke mun halda kynningu á veitingastaðnum Garún í Hofi fyrir tónleikana. Á kynningunni mun Michael kynna tónverkin, umhverfið og þær kringumstæður þar sem verkin urðu til. Sagt verður frá ýmsu um barokk tónlist almennt og hljóðfærin auk þess sem gripið verður lauslega niður í ævisögu tónskálda á léttari nótum. Michael mætir með lagnaefni úr Byko og ætlar að setja saman hljóðfæri á staðnum. Það gætu því heyrst nokkrir fagrir tónar já eða ófagrir.

Kynningin er haldin á veitingastaðnum í Hofi og hefst klukkustund fyrir tónleikana. Boðið verður upp á léttar veitingar.

 

Á viðburðinum mun einnig umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Soffía Gísladóttir í Rótarýklúbbi Akureyrar, veita tveimur afburðatónlistarkonum, Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara og Bryndísi Guðjónsdóttur sópransöngkonu, þá glæsilegu stóru styrki sem árlega eru veittir til tónlistarnemenda í framhaldsnámi á háskólastigi.