Fara í efni
Dags Tími
31 .mar '18 13:00
01 .apr '18
02 .apr '18

Syngjandi skemmtilegt ævintýraferðalag

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum.

Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu.

Galdrakarlinn í Oz var frumsýndur af Leikhópnum Lottu í Elliðaárdalnum í maí 2008 og nú tíu árum síðar fær hann endurnýjun lífdaga.

Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til ævintýralandsins Oz. Þar kynnist hún heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og huglausa Ljóninu auk þess sem hún lendir í klóm vondu Vestannornarinnar. Dóróthea og vinir hennar lenda í allskyns hremmingum og þurfa að leita á náðir Galdrakarlsins ógurlega í Oz. Spurningin er núna hvort Galdrakarlinn getur hjálpað Dórótheu að komast aftur heim til sín og vinum hennar að fá það sem þá svo sárlega vantar.

 

Leikstjóri – Ágústa Skúladóttir

Höfundur leikgerðar – Ármann Guðmundsson

Lög og söngtextar – Anna Bergljót Thorarensen, Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson.

Leikarar – Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson