Fara í efni
Myndlist
Dags
07 .okt
08 .okt
09 .okt
10 .okt
11 .okt
12 .okt
13 .okt
14 .okt
15 .okt
16 .okt
17 .okt
18 .okt
19 .okt
20 .okt
21 .okt
22 .okt
23 .okt
24 .okt
25 .okt
26 .okt
27 .okt
28 .okt
29 .okt
30 .okt
31 .okt

Myndlistarsýningin Formglíma blek og blý opnar laugardaginn 27. ágúst kl. 16 í Hofi.

Gunnar Kr. hefur fengist við margvísleg störf auk myndlistarinnar. Hann er járnsmiður, rak lengi auglýsingastofu og hefur fengist við smíðar, svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu þrjá áratugi hefur hann unnið að list sinni með ólíkum og fjölbreyttum efnum og tækni. Hann teiknar með blýanti, málar með akríl á striga eða með litum og bleki á handgerðan pappír. Vinnur í stál, steypu, gifs eða tré. Hann fer eldi um tréskúlptúra sína svo þeir sortna. Einnig mótar hann pappírsskúlptúra af ýmsum stærðum eftir að hafa litað pappírinn svartan. Svartan eins og hamrastál í dimmviðri.

 

Kyrrsett hreyfing

„Gunnar Kr hefur unnið að listsköpun sinni í ártugi. Hann hefur þróað sitt eigið myndmál með tengsl í grafíska hönnun og japanskri kalligrafi. Svart, hvítt og allir grátónar þar á milli eru áberandi í verkum hans.

Gunnar hefur einnig unnið með málverk, stál, steypu, tré og önnur lífræn efni áhrif þess sjást skýrt á sýningu hans í Hofi.

Verkin skiptast í tvo flokka. Annarsvegar fínlegar teikningar í gráum tónum og línum þar sem öflug hreyfing og óreiða fangar augað.
Þessi verk hafa dáleiðandi áhrif og maður sér alltaf eitthvað nýtt í þeim.
Þetta er ferð inn í hinn lífræna og vaxandi heim náttúrunnar.

Hinsvegar eru verk þar sem kröftug form og “monumental” eru við stjórn.
Verkin eru í svörtum og ljósum handgerðum pappír, og eru “Kollage.”
Stundum upplifir maður að það svarta mótist af því ljósa eða öfugt.
Hvað er að gerast ? Er myrkrið að móta ljósið eða ljósið að móta myrkrið ?

Gunnar notar oft svart blek og handgerðan pappír þar sem pappírinn sýgur í sig blek, myrkrið. Svona myndast dýpt.
Það er hægt að upplifa verkin sem lágmyndir og þau gætu verið fyrirboði um skúlptúra.

Verkin eru frá síðustu þremur árum. Gunnar Kr. hefur þróað sterkt og persónulegt myndmál og það er spennandi að fylgjast með þróun í list hans.“

Joris Redemaker

 

Sýningin er opin á opnunartíma Hofs og stendur til 31.oktober 2022