Fara í efni
Dags Tími
22 .okt '17 16:00

Finnskir dagar og frumflutningur

 

Tvö lýðveldi - þrír meistarar

 

Í tilefni aldarafmælis finnska lýðveldisins verður finnsk þemavika í Hofi í október sem nær hámarki þegar finnski snillingurinn Petri Sakari stjórnar flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á verkum Síbelíusar og Áskels Mássonar á stórtónleikum. Enn eina ferðina frumflytur hljómsveitin nýtt íslenskt verk en það er slagverkskonsertinn Capriccio eftir Áskel Másson. 

Áskell er Íslendingum að góðu kunnur fyrir tónsmíðar sínar. Færri vita að Áskell er slagverksmeistari mikill og mun höfundurinn sjálfur vera einleikarinn þegar konsertinn Capriccio fyrir sinfóníuhljómsveit og darabuku verður frumfluttur á tónleikunum. 

Tónskáld: Jean Sibelius og Áskell Másson

Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari

Einleikari: Áskell Másson