Fara í efni
A! gjörningahátíð
Dags Tími
03 .okt '20 11:30
Þátttökuverk um hvað það þýðir að tilheyra.
 
Eftir Steinunni Knúts-Önnudóttur í samstarfi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur og íbúa Hríseyjar.
 
Eyja er verk sem fjallar um átthagafjötra, samfélag og sjálf.
Hvað þýðir að vera heimamaður? Hvað þýðir að vera aðkomumaður eða útlendingur? Hvað er það sem sameinar og hvað sundrar? Hvaða ábyrgð hefur þú gagnvart samfélaginu sem þú tilheyrir? Hvaða ábyrgð hefur þú gagnvart landinu sem þú elskar? Hvenær átt þú eyjuna og hvenær á eyjan þig?

Eyja er þátttökuverk um hvað það þýðir að tilheyra. Verkið er flutt í Hrísey, brothættri byggð þar sem líf og lífsskilyrði eru viðkvæm. Lífið í eynni endurspeglar þau hnattrænu verkefni sem blasa við í heiminum árið 2020. Gestum er boðið til Hríseyjar til að rýna í eigin hugmyndir um sjálf og samfélag og um tíma og stað.
Í verkinu er gestum boðið að hugleiða áleitin stef um mannlegt samfélag í gegnum táknrænar gjörðir, hugvekjur og með göngu í gegnum innsetningar. Í verkinu speglar gesturinn sjálfan sig í sviðsettu ferðalagi um líf og lífsgildi gestgjafanna.

Verkið tekur um tvo og hálfan klukkutíma en hluti af verkinu er ferðalagið út í Hrísey.
Verkefnið er unnið með það að leiðarljósi að ganga ekki á auðlindir og takmarka kolefnisspor.

Eyja er hluti af A! Gjörningahátíð og er unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Þátttaka er án endurgjalds!