Fara í efni
Dags Tími
20 .nóv '19 18:00

Barnakórar Akureyrarkirkju, Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju og Ungmennakór Akureyrar í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri flytja ævintýrið um Bláa hnöttinn á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember 2019, sem er 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér. Tónlistin er eftir Kristjönu Stefánsdóttur.

Leikstjóri og sögumaður: Ívar Helgason

Kórstjórar: Margrét Árnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

Hljómsveitina skipa:

Áslaug María Stephensen trommur, Óskar Máni Davíðsson bassi, Hrefna Logadóttir gítar og Agnes Gísladóttir píanó.

Umsjón með hljómsveit: Stefán Ingólfsson

 

Sýningin er styrkt af Barnamenningarsjóði.