Fara í efni
Dags Tími
29 .maí '22 16:00

Hér er efnisskrá tónleikanna.

 

Tónlistarmaðurinn og félagsfræðingurinn Kjartan Ólafsson mun halda kynningu á tónverkunum á veitingastaðnum Garún í Hofi fyrir tónleikana. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kynningin hefst klukkustund fyrir tónleikana. Öll velkomin.

Ludwig van Beethoven - Sinfónía nr. 5

Jón Hlöðver Áskelsson - SOS Sinfónía

Í tilefni 250 ára fæðingarafmælis Ludwig Van Beethovens flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands eitt af hans vinsælustu verkum, fimmtu sinfóníuna. En það voru líka tímamót hjá þeim félögunum Jóni Hlöðver Áskelssyni tónskáldi sem varð 75 ára og Arngrími Jóhannssyni flugkappa sem varð áttræður á stórafmælis ári Beethoven 2020.

Til hátíðabrigða ætlar SN að frumflytja SOS sinfóníu Jóns fyrir sinfóníuhljómsveit og morssendi. Einleikari á morssendi verður Arngrímur sjálfur. Þessu verki er ætlað að varðveita tungumálið MORSE. Þeim fer fækkandi á jörðinni sem skilja og tala þetta mál.

„The light shineth in darkness and the darkness could not comprehend it“

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann

Einleikari: Arngrímur Jóhannsson

Höfundar tónlistar: Ludwig van Beethoven Jón Hlöðver Áskelsson

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands