Fara í efni
Kómedíuleikhúsið
Dags Tími
23 .sep '20 20:00

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Senuþjófinn kynnir Beðið eftir Beckett, gestasýningu í Hofi!

Í þessari guðdómlegu kómedíu bíður Leikari nokkur þess að Samuel Beckett skrifi fyrir sig nýtt leikrit. Hann styttir sér stundir með því að máta sig við persónur úr eldri leikritum skáldsins og bregður fyrir sig ögn af Dante, Artaud og Hallgrími Péturssyni. Einsog í sönnum grískum harmleik á Leikarinn von á sendiboða guðanna.

Vegna fjöldatakmarkana er aðeins hægt að kaupa fjóra miða á mann.

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Sendiboði: Matthías Birgir Jónsson

Leikmynd og búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Tónlist: Hjörleifur Valsson

Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason

Handrit og leikstjórn: Trausti Ólafsson