Fara í efni
Tónlistarfélag Akureyrar
Dags Tími
16 .okt '22 16:00

Ólafur Elíasson leikur prelúdíur og fúgur eftir J.S. Bach úr „velstillta píanóinu“ og Sónötu Op. 110 eftir L.V.Beethoven.

Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði svo framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music). Hann hefur komið fram í þekktum tónlistarhúsum á borð við Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og Kennidy Center í Washington.
Undanfarin 6 ár hefur Ólafur leikið tónlist eftir J.S. Bach á vikulegum tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar með stuðningi frá Menningarfélagi Akureyrar, Menningarsjóði Akureyrar og Tónlistarsjóði.

 

Miðaverð 3.900, 20% afsláttur fyrir félagsmenn í Tónlistarfélagi Akureyrar. Ókeypis fyrir börn og ungmenni innan við 18 ára