Fara í efni
Dags Tími
07 .mar 20:00

Söngvarar eins og Valdimar Guðmundsson eru ekki á hverju strái og á örfáum árum hefur honum tekist að ná til Íslendinga á öllum aldri með sinni ótrúlega mögnuðu söngrödd. Að heyra piltinn syngja er í raun næg ástæða til að kíkja á hann í Hofi en svo eru auðvitað sögur á bak við allt saman og morgunljóst að það verður líf og fjör hjá honum og Jóni Ólafssyni.  Þeim til aðstoðar verða Andri Ólafsson og Ásgeir Aðalsteinsson.

Af fingrum fram í Hofi er samvinna Menningarfélags Akureyrar og Móðurfélagsins. 

 

Forsöluverð er til 15. september.