Fara í efni
Dags Tími
22 .feb '20 20:00

Sigríður er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur söngkonan með sópranröddina afrekað eitt og annað á tónlistarsviðinu sem verður rifjað upp þetta kvöld. Eurovision, Ingibjörg Þorbergs, Hjaltalín, Gilli Gill gætu hæglega orðið á dagskrá þegar hún heilsar upp á Jón Ólafsson í Hofi.  Þetta verður gæðastund í góðu húsi. Guðmundur Óskar leikur með á gítar og bassa. 

Af fingrum fram í Hofi er samvinna Menningarfélags Akureyrar og Móðurfélagsins. 

 

Forsöluverð er til 15. september.