Fara í efni
Dags Tími
04 .apr 20:00

Jónas Sig sló í gegn með Sólstrandargæjunum á síðustu öld áður en hann hvarf til annarra verkefna.  Árið 2007 gaf hann út sína fyrstu sólóplötu og vakti umsvifalaust athygli fyrir beinskeytta texta og kraftmikla tónlist sína. Þrettán árum síðar mætir þessi skeleggi Þorlákshafnardrengur í Hof  til Jóns Ólafssonar og þeir ræða áhugavert lífshlaupið auk þess að flytja lögin og textana sem ramma inn farsælan feril Jónasar. Þeim til aðstoðar verða Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason.

Af fingrum fram í Hofi er samvinna Menningarfélags Akureyrar og Móðurfélagsins. 

 

Forsöluverð er til 15. september.