Fara í efni
Dags Tími
15 .sep '23 20:00

Guðrún Árný er mætt í Hof og að þessu sinni sameinar hún 80´ nostalgiu og 90´s Nostalgíu í eina tónleika. Bara það besta. Lög sem allir þekkja. Lög sem allir elska.

Kröftug tónlist og létt andrúmsloft hefur einkennt þessa tónleika því Guðrún Árný gefur stærstu söngkonum heims ekkert eftir og inn á milli slær hún á létta strengi og spjallar við áhorfendur.

Hún, ásamt frábærri hljómsveit, taka vel á móti ykkur. Þetta verður heilmikil tónlistarveisla sem enginn má missa af.

Tónlistarstjóri : Vignir Þór Stefánsson - píanó
Hálfdán Árnason á bassa
Benedikt Brynleifsson, trommur
Grétar Lárus Matthíasson, gítar
Helgi Reynir Jónsson á gítar og hljómborð
Steinar Sigurðarson á saxafón og slagverk
Karl Friðrik Hjaltason - raddir
Íris Lind Verudóttir - raddir