Fara í efni
Tónlistarfélag Akureyrar
Dags Tími
01 .mar '20 14:00

Slagverksdúettinn "100% Ásláttur" var stofnaður árið 2015 og spilar tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir ásláttarhljóðfæri auk eigin útsetninga. “100% Ásláttur” eru Emil Þorri Emilsson og Þorvaldur Halldórsson.
Á þessum tónleikum fær dúettinn til sín gestahljóðfæraleikara og leika fjölbreytta efnisskrá. Meðal annars verður frumflutningur á tónverki eftir Inga Garðar Erlendsson fyrir 100% Áslátt og trompet samið sérstaklega fyrir þessa tónleika.


BIO:
Þorvaldur Halldórsson er uppalinn í Garðinum og hóf tónlistarnám sitt þar. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Garði, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og lauk svo burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH í Reykjavík árið 2009. Hann stundaði síðar nám við Berklee College of Music í Boston og lauk þaðan B.Mus. gráðu í trommu- og slagverksleik árið 2015. Hann hefur starfað sem trommu- og slagverksleikari í ýmsum verkefnum t.d. leiksýningum og tónleikauppfærslum ásamt því að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Valdimar. Hann hefur einnig tekið þátt í starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Þorvaldur er kennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Emil Þorri Emilsson er uppalinn á Akureyri og hóf tónlistarnám sitt þar. Hann útskrifaðist úr Tónlistarskólanum á Akureyri 2012. Síðar stundaði hann nám við the Royal Conservatory of the Hague í Hollandi og lauk þaðan B.mus gráðu í slagverksleik með trommusett og kennslufræði sem aukafag árið 2018. Hann hefur starfað sem slagverks- og trommuleikari í ýmsum verkefnum t.d. leiksýningum og tónleikauppfærslum ásamt því að vera meðlimur í kammersveitinni Elju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann hefur einnig tekið þátt í starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ungsveit Hollands. Emil er kennari við Tónlistarskólann á Akureyri.