Ráðstefnur og fundir

Ráðstefnuaðstaða með fyrsta flokks búnaði og þjónustu 

hof

Ráðstefnubærinn Akureyri er heill heimur út af fyrir sig. Bærinn er friðsæll, stutt á milli staða og auðvelt er að halda hópum saman í leik og starfi. Fyrsta flokks þjónusta er í boði á öllum sviðum og leikur einn að gera vel við sig og sína. Möguleikar til afþreyingar eru óþrjótandi allan ársins hring, hvort sem um er að ræða skoðunarferðir, hópefli, íþróttir, menningarviðburði, kynningar eða fræðslu.

 

 

Salir og rými 

Menningarfelag Akureyrar býður fjölbreytt úrval rýma fyrir smáa sem stóra fundi og/eða ráðstefnur bæði í Hofi og í Samkomuhúsinu. Öll fundarými eru búin góðum tækjabúnaði, svo sem skjávarpa, sýningartjaldi og hljóðkerfi. Einnig er boðið upp á skrifstofuaðstöðu fyrir skipuleggjendur ráðstefnunnar og veitingaþjónustu fyrir ráðstefnugesti.

hamraborgHamraborg svið