Byggingin
Skóflustunga að Hofi var tekin laugardaginn 15. júlí 2006, en framkvæmdir hófust í ágúst 2006. Þegar framkvæmdir við grunn hússins hófust kom fram talsvert sig og einnig seig jarðvegur mishratt og mismikið og var í kjölfarið ákveðið setja kjallara undir allt húsið.
Vegna stækkunar á kjallara um 2.300 m² og ýmissa breytinga á hönnunarferli stækkaði húsið um 537 m². Breytinguna má skýra m.a. með stækkun á veitingaaðstöðu, verslunarrými, tónlistarskóla og forsal tónlistarsalar ásamt ýmsum öðrum úrbótum sem gerðar voru á hönnunartíma. Forsendur verkefnisins breyttust því talsvert frá því sem kom fram í sampkeppnisgögnum, þ.e.a.s. brúttó stærð hússins fór úr 3.500 m² í 7.413 m².
Stuðlabergið utan á húsinu er upprunnið úr námu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Þyngdin á stuðlaberginu er um 300 tonn og flatarmál um 1600 fermetrar.
Aðalhönnuður menningarhússins er Arkþing. Helstu samstarfsaðilar fyrirtækisins voru:
- Arkitema, Fredriksgade 32, DK-8000 Århus
- TÓV ehf., Óðinstorgi 7, 101 Reykjavík (burðarþol)
- VST ehf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri (jarðvinna-stálþil)
- VN ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri (lagnir og loftræsing)
- Raftákn ehf., Glerárgata 34, 600 Akureyri (raflagnir og stjórnkerfi)
- Akustikon AB, Baldursgatan 4, 411 02 Göteborg (hljóðtæknihönnun)
- VSI ehf., Hamraborg 11, 200 Kópavogur (brunahönnun)
Helstu verktakar voru:
- Árni Helgason (Jarðvegsskipti og grundun)
- Ístak hf (Uppsteypa)
- Rafmenn ehf. (Rafkerfi)
- Útrás ehf (Stálsmíði)
- Klemenz Jónsson ehf, (Dúklögn)
- Völvusteinn ehf (Gifsveggir o.fl.)
- Blikkrás ehf (Loftræsting)
- KONE ehf (Lyftur)
- Málningarmiðstöðin (Málun)
- Magnús Gíslason ehf (Múrverk)
- Haraldur Helgason (Pípulögn)