Fara í efni

Viltu undirbúa þig fyrir leikprufur?

Glænýtt námskeið á vegum LLA sem ætlað er ungmennum sem vilja undirbúa sig fyrir prufur og inntökupróf!

Skráning er hafin á námskeið sem er ætlað þeim sem vilja undirbúa sig vel yfir prufur leikfélaga menntaskólanna.

Farið verður yfir leiklistar-, söng- og dansprufur bæði fyrir uppsetningar hjá menntaskólum sem og aðrar leiksýningar.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem stefna á að fara í prufur fyrir uppsetningarnar menntaskólanna í ár!
Einnig er þetta góður undirbúningur ef hugurinn stefnir á framhaldsnám í leiklist, söngleikjum, söng eða dansi í framtíðinni.

Meðal annars verður farið í val á eintölum og lögum, hvernig skal undirbúa þau fyrir prufur, dansrútínur og aðferðir við að pikka þær upp. Þá verður svo kallað 'mock audition' þar sem verður hermt eftir prufum. Þá verður líka farið í hvernig vinnusmiðjuprufur virka.

Kennari verður Jónína Björt Gunnarsdóttir, menntuð leikkona og söngkona, en hún hefur leikið, sungið og dansað í Chicago og Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar, auk fjölda annarra verkefna með hinum ýmsu hópum.

 

Námskeiðið hefst 5. september og lýkur 10. október.

Tímasetning: Þriðjudagar kl. 19:30-22:30

Námskeiðsgjöld: 56.000 kr. - hægt er að skipta í 5 greiðslur.

 

Skráninger hafin á Sportabler.

Lágmarks fjölda skráninga þarf til að námskeið verði haldið.​

Til baka