Fara í efni

Viltu taka þátt í götuleikhúsi?

Akureyrarbær í samstarfi við Leikfélag Akureyrar býður skapandi og áhugasömum ungmennum á aldrinum 18-25 ára að taka þátt í götuleikhúsi í sumar undir leiðsögn leikstjóra og leikmyndahönnuðar.

Í boði er tækifæri til að starfa að öllum þáttum þess að búa til götuleikhús; allt frá handrits- og hugmyndavinnu til búningahönnunar, tónlistar og leiklistar.

Sumarvinnan er ætluð skapandi og hugmyndaríkum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á leikhúsi, dans, hönnun, tónlist, myndlist eða hvers kyns listsköpun og eru óhræddir við að koma fram.

Götuleikhús er skemmtilegur og frjór vettvangur til að glæða bæjarlífið lífi með fjölbreyttum uppákomum í sumar.

Skilyrði er að umsækjandi eigi lögheimili á Akureyri.

 

Helstu verkefni:

  • Handrits- og hugmyndavinna
  • Búningahönnun og útfærsla
  • Þátttaka í tónlist
  • Þátttaka í dansi
  • Þátttaka í leiklist

 

Hæfniskröfur:

  • Lipurðar í samskiptum, frumkvæði og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Starfstími er 5 vikur eða 175 klst.

 

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar - Iðju.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Marta Nordal í síma 450-1000, netfang: marta@mak.is

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyrari.is.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við umsóknir stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2021

Til baka