Fara í efni

Viltu koma fram í Hofi?

Viltu koma fram í Hofi? Nú er opið fyrir umsóknir í Listsjóðinn VERÐANDI! 

Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof hefur uppá að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsinu og nýta möguleika þess sem best. 

Hægt er að sækja um fyrir listaviðburðum af ólíku tagi. Til að mynda dans, tónleikum, gjörningum, ljóðaslammi, leiklist og fleira. 

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu ásamt auglýsingu í ljósakassa.

Sjóðurinn hefur nú opnað fyrir umsóknir fyrir starfsárið 2022-2023 .

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Umsóknarfrestur er til 5. maí. 2022

HÉR SÆKIR ÞÚ UM

Til baka