Fara í efni

Viltu hitta Benedikt búálf í sumar?

Viltu fara í ferðalag inn í álfanna heim? Hægt er að bóka persónur úr söngleiknum um Benedikt búálf til að koma með skemmtiatriði á hvers kyns viðburð sem er! Búálfurinn ástsæli getur tekið lagið, sagt börnunum ótal sögur frá ævintýrum sínum í Álfheimum og brugðið á leik með ungum sem öldnum. Einnig er hægt að fá bæði Benedikt og Dídí mannabarn til að skemmta fjölskyldum og börnum á öllum aldri.

Þessir gleðigjafar úr leikhúsinu mæta eldhress og syngja vel valin lög úr þessum ævintýralega og vinsæla fjölskyldusöngleik sem hefur slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur og hlotið frábæra dóma. Svo er auðvitað tilvalið að sprella eftir atriðið og fá af sér myndir með þeim!

Bókaðu Benedikt og Dídí á þína skemmtun með því að senda fyrirspurn á netfangið modurskipid@modurskipid.is

 

Til baka