Fara í efni

Vilt þú bætast í hópinn?

Tæknimaður sviðs og búnaðar

Menningarfélag Akureyrar leitar að tæknimanni til að hafa umsjón með sviði, leikmynd og búningum í Samkomuhúsinu og í Hofi á Akureyri. Um er að ræða 100% starf með sveigjanlegan vinnutíma þar sem oft er unnið á kvöldin og um helgar.

Helstu starfsskyldur:

  • Umsjón með sviðinu í Samkomuhúsinu, leikmyndum, leikmunum og búningum sem og viðhaldi milli sýninga.
  • Þátttaka í að útbúa leikmuni og finna sviðslausnir sem henta hverri sýningu fyrir sig.
  • Upphengi tæknibúnaðar og viðhald hans.
  • Umsjón með búninga og leikmunageymslu Leikfélags Akureyrar.
  • Dagleg verkefni í Samkomuhúsinu í samvinnu við leikhússtjóra, sýningarstjóra og tæknideild Menningarfélagsins.
  • Þátttaka í daglegum verkefnum tæknideildar, svo sem undirbúningi tónleika, funda og ráðstefna í Hofi.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af leikhúsvinnu er æskileg.
  • Iðnmenntun og/eða myndlistarmenntun er kostur.
  • Hugmyndaauðgi og lausnamiðuð hugsun.
  • Rík þjónustulund, skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður

Umsóknarfrestur er frá 30. maí til og með 14. júní 2020. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september. Frekari upplýsingar gefur Þórunn Geirsdóttir, sýninga og skipulagsstjóri thorunn@mak.is

Menningarfélag Akureyrar rekur Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, tæknimaður sviðs og búnaðar vinnur þvert á öll svið félagsins með áherslu á þjónustu við framleiðslu leiksýninga. Frekari upplýsingar um Menningarfélagið eru að finna á heimasíðunni mak.is.

Umsóknir þar sem hæfni viðkomandi í starfið er rakin ásamt ferilskrá skulu sendar á umsoknir@mak.is eða á alfred.is

Til baka