Fara í efni

Viðburðarík menningarhelgi framundan!

Það er viðburðarík menningarhelgi framundan hjá okkur! 
Elskan, er ég heima? verður á sínum stað í Samkomuhúsinu föstudags- og laugardagskvöld. Miðarnir rjúka út þessa dagana og því um að gera að næla sér í áður en það verður of seint.
 
Herra Hnetusmjör mætir aftur til okkar með fjölskyldutónleika á föstudaginn kl 17:00 í Hofi. Þegar þetta er skrifað eru einungis 10 lausir miðar á tónleikana. Fyrstur kemur fyrstur fær!
 
Á föstudagskvöldið kl 20:00 er svo komið að Verðandi viðburðinum Ó MÆ GOD! Ég er þrítug +1, en Tinna Björg Traustadóttir söngkona frá Akureyri syngur þá sín uppáhaldslög í Hömrum í Hofi. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð.
 
Á laugardagskvöldið kl 21:00 verða svo frábærir heiðurstónleikar í Hofi en þá fer frábær hópur listamanna í einstakt ferðalag í gegnum tímalaus lög og áhrifamikla sögu Pink Floyd, sem hefur mótað tónlistarheiminn í sex áratugi.
 
Á sunnudag er svo Tónlistarfélagið með tónleikana Grand Gala Gítarsins í Hömrum kl 16:00. Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori teflir fram rödd gítarsins við hina ástríðufullu ítölsku óperu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Hvítar Súlur-Tónlistarfélagið og eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar.
 
Það er því óhætt að segja að það verður eitthvað fyrir öll alla helgina hjá okkur og mikið líf og fjör sem enginn vill missa af! Miðasala á viðburðina fer fram á www.menningarfelag.is
 
Hlökkum til að sjá ykkur um helgina 
Til baka