Fara í efni

Við bætum við okkur fólki!

Menningarhúsið Hof leitar að verkefnastjóra.

Vilt þú bætast við öfluga liðsheild og starfa við fjölbreytt verkefni á sviði viðburða- og verkefnastjórnunar? Við leitum að öflugum einstaklingi til starfa í einu fallegasta menningarhúsi landsins.

Helstu kröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Rík þjónustulund, samviskusemi og áreiðanleiki
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Jákvætt viðmót, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Helstu verkefni:

  • Verkefna- og viðburðastjórnun stærri og minni viðburða
  • Bókanir viðburða af ýmsum toga í Hof
  • Samskipti við viðburðarhaldara
  • Undirbúningur, móttaka og eftirfylgni viðburða

Við bjóðum:

  • 100 % starf í einu fallegasta menningarhúsi á Íslandi. Í Hofi fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi, tónleikar, fundir og ráðstefnur.
  • Þátttöku í áhugaverðum verkefnum og möguleika á að hafa mótandi áhrif í starfi.
  • Tækifæri til að taka þátt í iðandi menningarlífi og frjóu starfsumhverfi.

Hof er rekið af Menningarfélagi Akureyrar sem einnig rekur Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Líklegt er að viðkomandi starfsmaður tæki einnig að sér tilfallandi störf fyrir önnur svið Menningarfélagsins. Vegna eðli starfsins fer umtalsverð vinna fram um kvöld og helgar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2021

Ferilskrá ásamt umsókn, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni í starfið sendist á umsoknir@mak.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2021. Upplýsingar um starfið gefur Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri kristinsoley@mak.is

Til baka