Vestnorden í Hofi

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, spjallar við ráðstefnugesti í Hofi. Mynd: Auðunn
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, spjallar við ráðstefnugesti í Hofi. Mynd: Auðunn

Yfir 600 manns frá 30 löndum mættu í Hof í síðustu viku í tengslum við ferðakaupstefnuna Vestnorden. Á lokahofi kaupstefnunnar steig leikkonan Ólöf Jara Skagfjörð, ásamt dönsurum, á svið og flutti atriði úr söngleiknum Kabarett sem frumsýndur verður 26. október í Samkomuhúsinu.
Vestnorden ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi en í hin skiptin á Grænlandi og Færeyjum. Þetta er í 33. skiptið sem ráðstefnan en haldin en hún þykir hafa afar mikla þýðingu fyrir ferðamennsku á Íslandi.