Fara í efni

Verslunarmannahelgin í Hofi

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Það verður nóg um að vera í Hofi um Verslunarmannahelgina en á laugardeginum verður slegið upp Spari-Dynheimaballi. Viðburðurinn, sem er fyrir löngu orðinn fastur í sessi sem stærsti endurfundur fyrir heilu árgangana, fer fer fram í Nausti á laugardagskvöldið og er 30 ára aldurstakmark. Á sunnudagskvöldið mun svo enginn annar en diskókóngurinn Páll Óskar standa fyrir fjörinu. Ballgestir geta kosið að vera á dúndrandi dansgólfinu en einnig verður boðið upp á rólegra rými með borðum og stólum. Aldurstakmark 22 ára. Ballgestir eru hvattir til að koma snyrtilega klæddir.

Myndlistasýningin Stórval í 110 ár sem staðið hefur yfir í sumar fer í stutt leyfi næstu daga en verður á sínum stað strax eftir Verslunarmannahelgi.

Til baka