Fara í efni

Vel sótt Bókmenntahátíð

Hátt í eitt hundrað gestir mættu á Bókmenntahátíð á Akureyri sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í gær, þriðjudag. Á dagskránni voru meðal annars bandaríski rithöfundurinn Lily King og rithöfundurinn og handhafi íslensku bókmenntaverðlaunanna, Hallgrímur Helgason, sem sögðu frá bókum sínum og fóru á trúnó með lesendum. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram á Akureyri en hún er samstarfsverkefni Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Til baka