Fara í efni

Veislu Pop Up, myndlist og Chicago

Svokallað veislu Pop Up fer fram í versluninni  Kistu í Hofi á laugardaginn. Þá munu akureyrísk fyrirtæki kynna allskyns vörur fyrir veislur og veisluhöld. Viðburðurinn fer fram milli kl. 12-17 og eru öll velkomin.

Í Hofi er einnig myndlistarsýningin Andlit/Faces sem er sýning myndlistarkonunnar Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttir. Sýningin stendur til 7. apríl.

Upplýsingamiðstöðin í Hofi opnar á laugardaginn og verður opin alla daga frá 10-15 til að byrja með. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu um helgina og viðbúið að fjöldi erlendra ferðamanna heimsæki bæinn.

Svo má ekki gleyma söngleiknum  Chicago í Samkomuhúsinu sem er sýndur alla helgina. Vegna forfalla eru nokkrir miðar lausir í kvöld. Miðasala á mak.is

Til baka