Fara í efni

Vegna aðstæðna í samfélaginu frestast tónleikar Birkis Blæs

Tónleikum tónlistarmannsins Birkis Blæs sem fara áttu fram næstkomandi laugardag hefur því miður verið frestað á ný vegna aðstæðna í samfélaginu.

Ný dagsetning tónleikanna er fimmtudagurinn 15. október klukkan 20. Miðarnir gilda áfram á nýja dagsetningu. Þeir sem ekki geta nýtt sér miðann þennan dag eru beðnir um að hafa samband við miðasöluna í Hofi midasala@mak.is og óska eftir endurgreiðslu.

Á tónleikunum flytur Birkir Blær frumsamið efni. Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI.

 

Til baka