Fara í efni

Vaxtarrækt og jól í skýjunum

Það er mikið um að vera í Hofi um helgina. Í kvöld, föstudagskvöld, verður haldið Bikarmót IFBB i fitness og vaxtarrækt. Keppt verður í fitness, vaxtarrækt, módelfitness og sportfitness. Hér er hægt að kaupa miða.

Á morgun, laugardaginn 19. nóvember, er svo komið að jólasýningu DSA sem ber nafnið Jól í skýjunum. Þar munu dansarar frá aldrinum tveggja til fimmtíu ára stíga á svið svo úr verður glæsileg danssýning fyrir alla fjölskylduna. Í ár eru 30 ár liðin síðan Helga Alice Jóhannsdóttir, stofnandi DSA, lést úr krabbameini. Þess vegna verður jólasýningin í ár góðgerðarsýning og mun ágóði sýningarinnar renna til Krabbameinsfélags Akureyrar. Hér geturðu keypt miða. 

Til baka