Fara í efni

Bætist í leikhóp Skugga Sveins - Vala leikur Gvend

Leikhópur Skugga Sveins hefur fengið liðsauka með komu leikkonunnar Völu Fannell. Vala hefur komið víða við og leikstýrði núna síðast fjölskyldusöngleiknum um Benedikt búálf sem sló í gegn í Samkomuhúsinu.

Auk Völu leika þau Björgvin Franz Gíslason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Sunna Borg, María Pálsdóttir, Árni Beinteinn og Vilhjálmur B Bragason í verkinu ásamt sjálfum Jón Gnarr sem leikur titilhlutverkið. Vala leikur Gvend.

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Skugga Svein í janúar 2022. Leikstjóri er Marta Nordal. Tryggðu þér  miða strax. 

 

Til baka