Fara í efni

Upplýsingamiðstöð ferðamanna opin í Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðmanna opnaði aftur í Hofi um helgina og ekki seinna vænna því fyrsta skemmtiferðaskiptið sigldi inn fjörðinn á laugardaginn. Nanna, starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar, mun meðal annarra, standa vaktina í Hofi og taka glöð á móti eftirvæntingarfullum, fróðleiksfúsum og jafnvel áttavilltum ferðamönnum. 

Til að byrja með verður upplýsingamiðstöðin opin frá 10-15 en opunartíminn verður lengdur þegar líður á vorið. 

Til baka