Fara í efni

Tveir viðburðir A! Gjörningahátíðar fara fram í Hofi

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 5.-8. október!

Tveir viðburðanna fara fram í Menningarhúsinu Hofi. Harpa Arnardóttir heldur viðburðinn Það komast milljón jarðir fyrir inni í sólinni í Hofi fimmtudaginn 5. október kl. 17. Harpa er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og hefur leikið og leikstýrt á öllum helstu leiksviðum landsins. Síðastliðið haust leikstýrði hún Hamingjudögum eftir Samuel Beckett hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún hefur hlotið Grímuverðlaunin fyrir bæði leik og leikstjórn auk fjölda tilnefninga og viðurkenninga.

Sama dag, klukkan 20, heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir viðburðinn  Sinfónía/Symphony. Aðalheiður hefur fengist við gjörningaformið samhliða öðrum miðlum í list sinni og hefur í tvígang verið þátttakandi á A! gjörningahátíð. Eins og svo oft áður mun gjörningur Aðalheiðar fjalla um mat í víðu samhengi.

Skoðaðu dagskrá A! Gjörningahátíð á Facebook-síðu hátíðarinnar. Ókeypis á alla viðburði A! Gjörningahátíðar.

Til baka