Fara í efni

Tónlist tileinkuð konum

Það verða kvenflytjendur sem sjá um tónleika næstu viku hér í Hofi. Þriðjudaginn 19. júní koma píanóleikarinn Helga Kvam og söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir fram á tónleikunum Hulda-hver á sér fegra föðurland. Þær fara yfir líf skáldkonunnar Huldu í tali og tónum, flytja lög íslenskra tónskálda við texta hennar ásamt því að frumflytja tónlist eftir Daníel Þorsteinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir  tónleika Helgu og Þórhildar.  

Fimmtudaginn 21. júní er komið að fjórðu og síðustu tónleikunum í tónleikaröðinni Kítón klassík. Tónlistarkonurnar Margrét Hrafnsdóttir, söngkona, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari takast á við efnisskrá stútfulla af estrógeni, örlögum og sögum eftir mögnuð kventónskáld. 

Miðasala er allan sólarhringinn á mak.is og í miðasölu 2 tímum fyrir tónleika. 

Til baka