Fara í efni

Tónleikum Bubba frestað til 4. janúar

Fyrirhuguðum tónleikum Bubba Morthens í Hofi Akureyri á morgun 21. desember hefur verið frestað til 4. janúar vegna slæmarar veðurspár og erfiðrar færðar . Útlit er fyrir að svona verði veðrið a.m.k fram á mánudag. Þeir sem eiga miða á tónleikana verður boðið að fá sömu sæti 4. janúar. Þeir sem ekki geta nýtt sér miðana geta haft samband við mak.is og fengið miðana endurgreidda fyrir mánudaginn 30. desember.

Bubbi ber fyrir bestu kveðjur til allra þeirra sem voru búnir að taka kvöldið frá til að koma á tónleikana. Það er skynsemi ofar vilja sem ræður för við ákvörðunina.

Til baka