Fara í efni

Tónleikar Upptaktsins í Hofi á sunnudaginn

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Tónleikar Upptaktsins fara fram í Hamraborg í Hofi sunnudaginn 24. apríl kl. 17. 

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum með flutningi listafólks. Nú hafa 14 unghöfundar unnið með listafólki að útsetningu laganna 11 sem komust áfram í ár. Afrakstur vinnunnar má sjá og heyra á tónleikunum þegar þau verða flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum.

Viðburðurinn er opinn öllum og ekki þarf að panta miða.

Ungtónskáldin eru frá Akureyri og Hrísey á aldrinum 11 – 15 ára.

Amanda Eir Steinþórsdóttir

Two sided love story

Eiður Reykjalín Hjelm

Naughty elves

Gísli Freyr Sigurðsson

Out of my life

Haukur Skúli Óttarsson og Ragnheiður Birta Hákonardóttir

Spunaslóð

Heimir Sigurpáll Árnason

Láttu ætíð ljós frá þér

Helga Björg Kjartansdóttir

Random hljómar í herberginu mínu

Jóhann Valur Björnsson

Adamant

Poets, bullets and society: Amanda Eir Steinþórsdóttir, Mahaut Ingiríður Matharel og Sólrún Alda Þorbergsdóttir

Katherine

Óðinn Thomas Atlason

Continuum

Torfhildur Elva F. Tryggvadóttir

Vordans

Gísli Erik Jónsson

Hrafn

 

Hljómsveitina skipa:

Ásdís Arnardóttir - selló

Emil Þorri Emilsson – slagverk

Greta Salóme – fiðla og söngur

Ívar Helgason - söngur

Jón Þorsteinn Reynisson - harmonikka

Kristján Edelstein – gítar

Petrea Óskarsdóttir - þverflauta

Risto Laur – flygill

Tóma Leó Halldórsson - bassi

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson - trompet

 

Útsetning verkanna fyrir hljómsveit: Kristján Edelstein og Greta Salóme Stefánsdóttir

Tónlistarstjóri: Greta Salóme Stefánsdóttir

 

Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu. Verkefnið er styrkt af SSNE.

Hlökkum til að sjá þig og gleðilegt sumar!

Til baka