Fara í efni

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Dómnefnd, skipuð landsþekktum tónlistarmönnum, hefur valið tíu verk til þátttöku í Upptaktinum á Akureyri. Yfir 20 verk bárust að þessu sinni.

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum með fulltingi listafólks. Afrakstur vinnunnar má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. maí næstkomandi þar sem atvinnuhljóðfæraleikarar leika verkin. Tónlistarfólkið Greta Salóme og Kristján Edelstein vinna með krökkunum áfram að útsetningu laganna fyrir flutning á tónleikunum.

Menningarhúsið Hof og Upptakturinn óskar ungu tónskáldunum hjartanlega til hamingju.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu og styrkt af SSNE.

Til baka